Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. apríl 2018 17:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Klopp segir Lovren vera hinn fullkomna varnarmann
Klopp hefur mikla trú á sínum manni
Klopp hefur mikla trú á sínum manni
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool virðist hafa bullandi trú á sínum manni og segir Dejan Lovren vera hinn fullkomna varnarmann.

Lovren hefur oft á tíðum átt erfitt uppdráttar frá komu sinni á Anfield árið 2014 og var meðal annars skipt af velli eftir einungis 31 mínútu í leik gegn Tottenham fyrr á leiktíðinni.

Þrátt fyrir það virðist Klopp hafa fulla trú á hinum 28 ára Króata, sem virðist eiga bókað sæti fyrir leik liðsins gegn Roma í kvöld.

„Ég veit ekki mikið um byrjun Dejan hjá Liverpool en hann gerði nokkur mistök," sagði Klopp.

„En ég er búinn að vera lengi í þessum bransa, ég sagði við Dejan að ef einhver segði mér að ég hefði tækifæri til þess að búa til hinn fullkomna varnarmann. Við fundum leið til þess að gera það, erfðafræðilega, bam bam bam. Það er hann, sterkur, snöggur, jafnvígur á báðum fótum, góður skallamaður og getur stökkið hæð sína. Hann er allt sem þú þarft."

„Já, það eru nokkrir hlutir sem þú getur lagað, einbeitingin hans sem dæmi. En það er mannlegt. Aðrir varnarmenn gera líka mistök."

Lorius Karius er annar leikmaður Liverpool sem hefur átt stuðning stjórans þrátt fyrir þó nokkur mistök.

„Það er erfitt að vera markmaður Liverpool. Ég er ekki viss hver var síðasti markmaðurinn sem allir voru sáttir við. Það er langt síðan. Og ef þú ert ekki Sami Hyypia þá er líf þitt sem varnarmaður líka erfitt." sagði Klopp.

Athugasemdir
banner
banner
banner