Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 25. apríl 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Ray Anthony: Eðlilegt að sérfræðingarnir spái okkur neðarlega
Ray Anthony Jónsson er á sínu fyrsta ári sem þjálfari Grindavíkur.
Ray Anthony Jónsson er á sínu fyrsta ári sem þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Spáin kemur alls ekkert á óvart. Við erum með mjög ungt og breytt lið frá því í fyrra og held að það sé alveg eðlilegt að sérfræðingarnir spái okkur neðarlega," segir Ray Anthony Jónsson, þjálfari Grindavíkur, en Fótbolti.net spáir liðinu 9. sæti í Pepsi-deild kvenna í sumar.

„Undirbúningstímabilið hefur gengið ágætlega “æfingalega séð” en hinsvegar æfingaleikir ekki nógu vel þó að við höfum átt á köflum ágæta spretti inn á milli. Þær hafa verið fáar á æfingum hjá okkur í vetur en kosturinn við það er að við getum einbeitt okkur betur að einstaklingum."

Ray segir að markmið Grindavíkur sé að halda sæti sínu en hvaða lið sér hann fyrir sér að verði í botnbaráttunni?

„Ég get nú ekki séð hvaða lið eigi eftir að berjast fyrir lífi sínu en aftur á móti þá get ég séð fyrir mér að Þór/KA, Valur, Stjarnan, Breiðablik og ÍBV verða þarna í efri hlutanum og jafnvel eitt lið í viðbót sem mun koma á óvart."

Gífurlegar breytingar eru á liði Grindavíkur frá því í fyrra en sterkir póstar hafa dottið út. „Þrjár heimastúlkur hafa lagt skóna á hilluna og fjórar erlendar hafa farið annað. Þessar sjö stelpur voru byrjunarliðsleikmenn frá tímabilinu í fyrra þannig að það eru gríðarleg leikmannaskipti sem hafa átt sér stað. Sara (Helgadóttir) hefur þurft að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla en Guðrún Bentína (Frímannsdóttir) og Anna Þórunn (Guðmundsdóttr) vegna anna. Hinar hafa leitað á önnur mið."

Ray vonast til að fá meiri liðsstyrk áður en deildin hefst í næstu viku. „Við þurfum að styrkja markmannsstöðuna okkar meira og erum ennþá að leita þar," segir Ray.

„Varðandi útileikmenn þá erum við líka aðeins að líta í kringum okkur og ef okkur líst vel á einhverja þá auðvitað reynum við að styrkja hópinn en annars eru þessar ungu stelpur búnar að æfa vel í vetur og ættu að vera vel undirbúnar fyrir átökin í sumar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner