Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. apríl 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland sækir um að halda EM 2024
Þjóðverjar fagna marki á EM 2016.
Þjóðverjar fagna marki á EM 2016.
Mynd: Getty Images
Þýskaland hefur sótt um að fá að halda Evrópumótið 2024. Formleg umsókn var send inn til UEFA í gær en áður hefur það verið staðfest að mótið verður annað hvort haldið í Þýskalandi eða Tyrklandi.

Tyrkneska knattspyrnusambandið kemur til með a senda inn umsókn sína í þessari viku.

Tilkynnt verður um það hvor þjóðin verður valinu þann 27. september næstkomandi.

Evrópumótið 2024 verður aðeins haldið í einu landi eftir að mótið verður haldið í 12 borgum víðs vegar um Evrópu eftir tvö ár. Þýskaland ætlaði að sækja um að fá að halda undanúrslitaleiki og úrslitaleikinn á EM 2020 en hætti við til að einbeita sér að mótinu sem fer fram sex ár. Undanúrslitin og úrslitaleikurinn 2020 munu fara fram á Wembley í Lundúnum.

Þjóðverjar eru þrífaldir Evrópumeistarar en þeir héldu síðast mótið 1988. Tyrkland hefur aldrei haldið mótið.

Portúgal er ríkjandi Evrópumeistari.
Athugasemdir
banner