Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. apríl 2018 17:42
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Liverpool og Roma: Sterkustu liðum stillt upp
Fylgst með í úrslitaþjónustu á forsíðu
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, og Eusebio Di Francesco, stjóri Roma.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, og Eusebio Di Francesco, stjóri Roma.
Mynd: Getty Images
Klukkan 18:45 hefst fyrri leikur Liverpool og Roma í undanúrslitum. . Leikurinn fer fram á Anfield.

Bæði lið tefla fram sínum sterkustu liðum eftir að hafa hvílt menn um liðna helgi.

Hægt er að sjá stuðið í Liverpool í gegnum aðgang Fótbolti.net á Snapchat en okkar maður hann Örvar Arnarsson er á vellinum.

Eftir leikinn verður tekið upp nýtt Innkast sem kemur á síðuna í kvöld.

Liverpool er án Emre Can, Adam Lallana og Joel Matip sem eru meiddir. Áfram er treyst á hinn 19 ára Trent Alexander-Arnold. Fyrirliðinn Jordan Henderson snýr aftur eftir leikbann.

Mohamed Salah mætir sínum gömlu félögum í Roma en hann er gríðarlega vinsæll hjá stuðningsmönnum ítalska liðsins.

Byrjunarlið Liverpool: Karius, Alexander-Arnold, Lovren, Van Dijk, Robertson, Milner, Oxlade-Chamberlain, Henderson, Mane, Salah, Firmino
(Varamenn: Mignolet, Clyne, Klavan, Moreno, Solanke, Wijnaldum, Ings)

Byrjunarlið Roma: Alisson, Manolas, Fazio, Jesus, Florenzi, De Rossi, Strootman, Kolarov, Cengiz, Nainggolan, Dzeko
(Varamenn: Skorupski, Bruno Peres, Pellegrini, Gonalons, Schick, El Shaarawy, Perotti)


Athugasemdir
banner
banner