þri 24. apríl 2018 22:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sky: Arsenal horfir til Ralf Rangnick
Ralf Rangnick. Tekur hann við Arsenal?
Ralf Rangnick. Tekur hann við Arsenal?
Mynd: Getty Images
Þjóðverjinn Ralf Rangnick er á lista hjá Arsenal yfir mögulega arftaka Arsene Wenger. Þetta herma heimildir Sky Sports.

Rangnick er kannski ekki þekktasta nafnið í bransanum en hann er í miklum metum í Þýskalandi. Hann er einn virtasti þjálfari Þýskalands en starfar í dag sem yfirmaður knattspyrnumála hjá RB Leipzig.

Bæði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, og Thomas Tuchel, fyrrum stjóri Dortmund, hafa talað vel um Rangnick og segja hann hafa haft mikil áhrif á það hvernig knattspyrnustjórar þeir eru og hvernig þeir spila.

Luis Enrique, fyrrverandi stjóri Barcelona, er efstur hjá veðbönkum yfir mögulega arftaka Wenger, sem tilkynnti það í síðustu viku að hann væri að hætta með liðið eftir tímabilið.

Tveir af fyrrum fyrirliðum Arsenal, Patrick Vieira og Mikel Arteta, hafa einnig verið orðaðir við starfið síðustu daga.

En hinn 59 ára gamli Rangnick gæti óvænt blandað sér í baráttuna. Hann er eins og fyrr segir yfirmaður knattspyrnumála hjá Leipzig í dag en hann hefur á ferli sínum meðal annars þjálfað Stuttgart, Hannover, Schalke og Hoffenheim.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner