Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 24. apríl 2018 23:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerrard: Salah er besti leikmaðurinn á plánetunni
Salah er kominn með 43 mörk í öllum keppnum.
Salah er kominn með 43 mörk í öllum keppnum.
Mynd: Getty Images
Liverpool goðsögnin Steven Gerrard segir að Mohamed Salah sé besti leikmaðurinn á plánetunni þessa stundina.

Salah var magnaður í 5-2 sigri Liverpool á Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann fékk verðskuldaða 10 í einkunn frá Mirror fyrir frammistöðu sína í kvöld.

Tímabilið hefur verið algjörlega ótrúlegt hjá Salah sem er kominn með 43 mörk í öllum keppnum. Gerrard er í engum vafa um að hann sé besti leikmaður heims í augnablikinu.

„Án nokkurs vafa er hann besti leikmaðurinn á plánetunni þessa stundina," sagði Gerrard á BT Sport eftir leikinn í kvöld.

Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa einokað Ballon d'Or verðlaunin, sem veitt eru besta leikmanni heims ár hvert, frá árinu 2008. Tekst Salah hið ótrúlega, að skáka þeim?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner