Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 25. apríl 2018 16:01
Elvar Geir Magnússon
Staða valla fyrir fyrstu umferð - „Völlurinn hefur verið í betra ástandi"
Helmingur leikja á gervigrasi
Mynd af Víkingsvelli sem tekin var í dag.
Mynd af Víkingsvelli sem tekin var í dag.
Mynd: Víkingur R.
Kópavogsvöllur.
Kópavogsvöllur.
Mynd: Magnús Valur Böðvarsson
Mynd sem tekin var af Grindavíkurvelli í gær.
Mynd sem tekin var af Grindavíkurvelli í gær.
Mynd: Grindavík
Pepsi-deildin hefst á föstudagskvöldið með tveimur leikjum en hinir fjórir leikir fyrstu umferðar verða á laugardaginn.

Þrír af leikjunum sex verða leiknir á gervigrasi. Valur og Stjarnan verða á sínum völlum en Stjörnumenn eru nýbúnir að setja glænýtt gervigras á sinn völl. Þá er Fjölnisvöllur ekki klár og Fjölnir mætir KA í fyrstu umferðinni í Egilshöll.

Völlurinn ekki góður - En nothæfur
Síðasti leikur umferðarinnar verður viðureign Víkings R. og Fylkis á laugardagskvöld.

„Völlurinn hefur verið í betra ástandi, kuldinn núna er ekki að fara vel með okkur, en hann var kominn vel af stað í hlýindunum í síðustu viku," segir Benedikt Sveinsson, verkefnastjóri Víkinga.

„Hann er samt vel nothæfur og bjóðum við Fylkismenn velkomna í Víkina á laugardaginn."

Þess má geta að Víkingur á einnig heimaleik í 2. umferð, þá gegn Íslandsmeisturum Vals. Víkingar ætla að leggja gervigras á völl sinn fyrir tímabilið 2019,

Kópavogsvöllur fínn en ekki frábær
Það hefur verið vel hugsað um Kópavogsvöll þar sem Breiðablik mætir ÍBV á laugardaginn. Völlurinn er í fínu standi.

„Völlurinn er í 'allt í lagi' standi ennþá, smá skellur inni á milli en samt frekar góður miðað við aprílmánuð. Það verður hægt að spila góðan fótbolta, grasið er fallega grænt sem má þakka frábærri sáningu en það vantar ennþá smá upp á að hann verði orðinn frábær," segir Magnús Valur Böðvarsson, vallarstjóri í Kópavoginum.

Aldrei litið betur út í Grindavík
Á sama tíma verður leikið í Grindavík þar sem FH verður í heimsókn.

„Grindavíkurvöllur hefur aldrei litið betur út á þessum árstíma, þrátt fyrir að hann hafi verið þakinn snjó fyrir tveimur vikum," segir Ivan Jugovic, aðstoðarvallastjóri Grindavíkurvallar. Hann segir að helstu áhyggjur vallarstarfsmanna hafi verið fuglaskítur í stúkunni.

föstudagur 27. apríl
20:00 Valur-KR (Valsvöllur)
20:00 Stjarnan-Keflavík (Samsung völlurinn)

laugardagur 28. apríl
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
14:00 Grindavík-FH (Grindavíkurvöllur)
16:00 Fjölnir-KA (Egilshöll)
18:00 Víkingur R.-Fylkir (Víkingsvöllur)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner