Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fim 26. apríl 2018 15:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 8. sæti
Selfoss endaði í 2. sæti í 1. deild kvenna í fyrra.
Selfoss endaði í 2. sæti í 1. deild kvenna í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karitas Tómasdóttir fagnar marki.
Karitas Tómasdóttir fagnar marki.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Magdalena Anna Reimus er lykilmaður hjá Selfyssingum.
Magdalena Anna Reimus er lykilmaður hjá Selfyssingum.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst 3. maí næstkomandi. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Selfoss
9. Grindavík
10. HK/Víkingur

8. Selfoss
Lokastaða í fyrra: 2. sæti í 1. deild kvenna
Selfoss staldraði ekki lengi við í 1. deildinni eftir fall úr Pepsi-deildinni 2016. Liðið fór beint aftur upp í fyrra og leikur í Pepsi-deildinni á nýjan leik í sumar.

Þjálfarinn: Alfreð tók þjálfun Selfoss eftir að liðið féll úr Pepsi-deildinni 2016 og skilaði liðinu beint upp aftur. Alfreð var áður aðstoðarþjálfari hjá karlaliði ÍBV auk þess sem hann var þjálfari karlaliðs Ægis í nokkur ár.

Álit Jóa
Jóhann Kristinn Gunnarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Pepsi-deild kvenna líkt og í fyrra. Hér er álit hans á liði Selfoss.

Styrkleikar: Sterkur kjarni í leikmannahópnum sem hefur spilað lengi saman og þekkja hvor aðra vel. Þjálfarinn veit hvað hann syngur og liðið verður í góðu formi og vel skipulagt. Stemning og barátta einkennir Selfoss liðið og ofan á allt annað þá hjálpar það þeim mikið. Selfyssingar hafa alltaf fengið til sín sterka markverði og allt stefnir í að sú staða verði vel mönnuð í ár með Emmu Higgins og annan erlendan markmann til reynslu.

Veikleikar: Nýir erlendir leikmenn koma í Selfoss liðið í ár og spurning hve fljótt þeir aðlagast liðinu. Heimavöllurinn verður líka að gefa vel ef ekki á illa að fara. Í fyrra komu þrjú töp á heimavelli í deild og tvö jafntefli á móti einu tapi og einu jafntefli á útivelli.

Lykilleikmenn: Magdalena Anna Reimus, Karitas Tómasdóttir og Brynja Valgeirsdóttir.

Gaman að fylgjast með: Barbára Sól Gísladóttir er ung og gríðarlega efnileg.

Komnar:
Alexis Kiehl frá Bandaríkjunum
Emma Higgins frá Grindavík
Halla Helgadóttir frá Fjarðabyggð/Hetti/Leikni
Sophie Maierhofer frá Bandaríkjunum

Farnar
Alexis C. Rossi til Alamein
Alex Alugas til Englands
Chanté Sandiford til Avaldsnes
Krisrún Rút Antonsdóttir til Chieti
Karen Inga Bergsdóttir hætt
Katrín Ýr Friðgeirsdóttir hætt

Fyrstu leikir Selfoss
4. maí Valur - Selfoss
9. maí Selfoss - KR
15. maí Stjarnan - Selfoss

Taktu þátt í Draumaliðsdeild Toyota
Fótbolti.net er með Draumaliðsdeild í Pepsi-deild kvenna í sumar í samstarfi við Toyota.

Smelltu hér til að skrá þitt lið í Draumaliðsdeildina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner