Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 26. apríl 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Alfreð: Erum ekki að hugsa bara um eitt tímabil
Alfreð Elías Jóhannsson.
Alfreð Elías Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Miðað við hvernig við erum búin að vera spila í vetur þá kemur þessi spá ekki á óvart," segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, en liðinu er spáð 8. sæti í Pepsi-deild kvenna í sumar.

Selfoss endurheimti sæti sitt í Pepsi-deildina í fyrra þegar liðið endaði í 2. sæti í 1. deildinni.

„Undirbúningstímabilið er búið að ganga vel. Við byrjuðum í nóvember en það er búin að vera góður stigandi í þessu hjá okkur. Við erum helvíti sátt með að þessu undirbúningstímabili sé að ljúka því að við getum ekki beðið eftir að spila aftur í Pepsi."

„Markmiðið er klárlega að fara í hvern leik til að vinna og festa okkur í sessi í Pepsi," segir Alfreð en hvaða lið sér hann fyrir sér í botnbaráttunni?

„Það eru liðin sem voru að koma upp, sem sagt við og HK/Víkingur. Svo er spurning með KR og Grindavík miðað við hvernig úrslitin eru búin að vera í vetur."

Frá því á síðasta tímabili hafa Alexis Kiehl, Emma Higgins, Halla Helgadóttirog Sophie Maierhofer bæst við hópinn hjá Selfyssingum.

„Ég er ánægður með þær sem hafa komið inn en við erum ekki að hugsa bara um eitt tímabil hér á Selfossi heldur erum við að horfa til lengri tíma," sagði Alfreð sem reiknar ekki með frekari liðsstyrk fyrir mót.

„Stelpurnar sem eru út í háskólanum eru að fara detta inn í maí og það munar um þær. Ég á ekki von á að það komi nýir leikmenn inn fyrir lok gluggans," sagði Alfreð.
Athugasemdir
banner
banner