Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 25. apríl 2018 17:09
Magnús Már Einarsson
Bryndís Lára aftur í Þór/KA (Staðfest)
Staðan tekin eftir leikinn á sunnudaginn
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir.
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir hefur fengið félagaskipti yfir í Þór/KA á nýjan leik. Bryndís Lára varð Íslandsmeistari með Þór/KA í fyrra en eftir tímabilið tilkynnti hún að hún ætlaði að taka sér frí frá fótbolta.

Á dögunum skipti Bryndís í Val þar sem hún lék leik í Lengjubikarnum á dögunum í fjarveru Söndru Sigurðardóttur sem var meidd.

Helena Jónsdóttir, markvörður Þórs/KA, meiddist gegn Stjörnunni í úrslitaleik Lengjubikarsins í gær og óvíst er hversu lengi hún verður frá. Bryndís hefur því skipt yfir í Þór/KA á nýjan leik en það á eftir að koma í ljós hversu lengi hún verður með liðinu.

„Hún verður með okkur á sunnudaginn á môti ÍBV (í meistarakeppni KSÍ og svo tökum við stöðuna með henni eftir það," sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA við Fótbolta.net í dag.

„Bryndís er frábær liðsmaður og hún þekkir allt hjá okkur og hvað við stöndum fyrir svo hún ætti að smella aftur vel inn í hlutina hjá okkur. Hún þurfti ekki langan umhugsunarfrest þegar við leituðum eftir hennar hjálp, enda góður karakter sem elskar að spila fyrir Þór/KA."

Helena meiddist snemma í leiknum gær en Sara Mjöll Jóhansdóttir kom inn á fyrir hana og hjálpaði Þór/KA að vinna Lengjubikarinn eftir vítaspyrnukeppni.

„Helena er okkar aðalmarkmaður, en við eigum enn eftir að sja hversu alvarleg meiðslin hennar eru. Sara stóð sig frábærlega i gær og er efnileg en við þurfum alltaf að hafa tvo markmenn sem er nauðsynlegt eins og sýndi sig i gær," sagði Donni.
Athugasemdir
banner
banner