mið 25. apríl 2018 17:19
Magnús Már Einarsson
Ísland mætir Frakklandi í haust
Icelandair
Ísland leikur við Frakka í október.
Ísland leikur við Frakka í október.
Mynd: Getty Images
Íslenska karlalandsliðið mætir Frakklandi í vináttuleik þann 11. október næstkomandi en KSÍ staðfesti þetta nú rétt í þessu.

Leikurinn fer fram ytra en leikstaður verður ekki ákveðinn strax.

Leikurinn er liður í undirbúningi Íslands fyrir leikinn gegn Sviss í Þjóðadeildinni þann 15. október. Sá leikur fer fram í Reykjavík.

Ísland mætti Frakklandi síðast í 8-liða úrslitunum á EM í Frakklandi en þar höfðu Frakkar betur 5-2. Árið 1998 gerðu Ísland og Frakkland 1-1 jafntefli í eftirminnilegum leik á Laugardalsvelli í undankeppni EM.

Frakkar eru í 7. sæti á heimslista FIFA en Ísland er í 21. sæti. Didier Deschamps er þjálfari Frakka en á meðal leikmanna liðsins eru heimsþekktar stjörnur eins og Paul Pogba og Antoine Griezmann.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner