Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 26. apríl 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landsliðsmaður Guam í Völsung (Staðfest)
Mynd: 640.is/Hafþór
Völsungur hefur fengið til liðs við sig sóknarmanninn Travis Nicklaw, sem spilaði síðast á Nýja-Sjálandi.

Travis, 24 ára, er yngri bróðir Shaw Nicklaw sem spilaði með Þór í Pepsi-deild karla sumarið 2014.

Hann hefur ákveðið að taka slaginn með Völsung í 2. deildinni í sumar eftir að hafa spilað með Canterbury United FC á Nýja-Sjálandi upp á síðkastið. Áður en hann fór til Nýja-Sjálands hafði hann verið að spila í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

Travis á 21 landsleik fyrir Guam en hans fyrsti landsleikur kom árið 2012. Hann er búinn að skora eitt landsliðsmark fyrir Guam.

Fyrsti leikur Völsungs í 2. deildinni í sumar er gegn Aftureldingu þann 5. maí næstkomandi, á Húsavík. Fyrir þann leik mætir Völsungur hins vegar Fram í Mjólkurbikarnum. Sá leikur er einnig á Húsavík.

Völsungur mætir líka Aftureldingu i úrslitum B-deildar Lengjubikarsins á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner