mið 25. apríl 2018 18:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búlgaría: Hólmar Örn kominn í bikarúrslit
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Levski Sofia með Hólmar Örn Eyjólfsson í hjarta varnar sinnar mun spila til bikarúrslita í Búlgaría.

Þetta varð ljóst eftir 2-2 jafntefli liðsins við CSKA Sofia í dag.

Levski vann fyrri leikinn 2-0 og vann því einvígið samanlagt 2-2. Báðir leikirnir voru spilaðir á Stadion Vasil Levski .

Hólmar var í vörn Levski í dag en lið hans komst yfir strax á sjöttu mínútu þegar Jordi Gomez, fyrrum leikmaður Wigan, Sunderland, Blackburn og Swansea skoraði.

Á 28. mínútu fékk miðjumaðurinn Khaly Thiam að líta rauða spjaldið og það gerði Levski erfitt fyrir. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir Levski en snemma í seinni hálfleiknum jafnaði CSKA metin. Þeir voru þarna komnir inn í einvígið en á 65. mínútu slökkti Sergiu Bus í vonum þeirra er hann kom Levski í 2-1.

CSKA náði að jafna en það kom ekki að sök og munu Hólmar Örn og félagar spila til úrslita í bikarnum. Mótherjinn í bikarúrslitaleiknum verður Slavia Sofia en Levski ætti að vera sigurstranglegra liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner