mið 25. apríl 2018 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faxaflóamót kvenna: Breiðablik meistari eftir sigur Selfoss
Magdalena skoraði sigurmarkið.
Magdalena skoraði sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 0 - 1 Selfoss
0-1 Magdalena Anna Reimus ('77)

Breiðablik er sigurvegari í A-riðli Faxaflóamóts kvenna eftir að Selfoss sigraði FH í kvöld á Bessastaðavelli.

FH hefði með sigri sigri hoppað upp fyrir Blika í efsta sæti riðilsins en Selfoss kom í veg fyrir það.

Leikurinn í kvöld var markalaus alveg fram á 77. mínútu en þá skoraði Magdalena Anna Reimus fyrir Selfoss. Magdalena var valin besti leikmaður 1. deildar kvenna í fyrra.

Lokatölur 1-0 fyrir Selfoss og það veldur því að Breiðablik vinnur þennan riðil og er Faxaflóameistari. FH er í öðru sæti og Selfoss í því þriðja eftir úrslit kvöldsins.

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Toyota opnuð - Skráðu þitt lið!

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner