Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. apríl 2018 21:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ósanngjarn sigur fyrir Real Madrid"
Mynd: Getty Images
Real Madrid bar sigur úr býtum gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Bayern byrjaði betur og komst 1-0 yfir en það var Real sem stóð uppi sem sigurvegari í Bæjaralandi.

Bayern var sterkara liðið samkvæmt tölfræðinni og fékk klárlega færi til þess að jafna leikinn og jafnvel vinna hann. Spænski blaðamaðurinn Juan Castro segir að sigurinn hafi verið ósanngjarn.

„Hvað varðar spilamennsku þá átti Real sigurinn ekki skilið, Bayern spilaði betur og fékk fullt af færum en það er eitthvað sérstakt við Zidane og Real Madrid í þessari keppni," sagði spænski blaðamaðurinn á BBC Radio 5 Live.

Óttast leikstíl Jurgen Klopp
Real hefur unnið keppnina tvisvar í röð. Eins og staðan er núna er líklegt að Madrídingar mæti Liverpool í úrslitaleiknum í Kænugarði en Castro telur að spænska stórveldið óttist Liverpool.

„Fólkið í Madríd óttast leikstíl Jurgen Klopp. Þeir geta fengið á sig þrjú eða fjögur en að sama skapi skorað fjögur eða fimm."
Athugasemdir
banner