Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. apríl 2018 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bellerin ósáttur við vinnubrögð Daily Mail
Mynd: Getty Images
Hector Bellerin, bakvörður Arsenal, kveðst ósáttur við enska götublaðið Daily Mail eftir að birt var frétt um hann á vefsíðu blaðsins.

Daily Mail birti í dag grein þar sem sagt var frá því að Bellerin hefði lent í slagsmálum við franska sóknarmanninn Alexandre Lacazette á æfingu Lundúnafélagsins í dag.

Bellerin er ekki aðdáandi Daily Mail, hann segir þetta bull og vitleysu. Hans sjónarhorn á málinu er þannig að hann og Lacazette hafi bara verið að fíflast og sakar hann Daily Mail um að vera „click baiters". Með því er hann að meina að blaðið sé að lokka lesendur með því að smella á fréttir sínar með fölskum fyrirsögnum.

Arsenal mætir Atletico Madrid annað kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Bellerin verður þar í eldlínunni en hann lætur þessa frétt væntanlega ekki trufla sig.



Athugasemdir
banner
banner
banner