Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. apríl 2018 08:31
Magnús Már Einarsson
Steven Gerrard næsti stjóri Rangers?
Mynd: Getty Images
Samkvæmt fréttum frá Skotlandi í dag er mögulegt að Steven Gerrard verði næsti stjóri Rangers. Gerrard er sagður vera á óskalista Rangers og að viðræður séu í gangi.

Gerrard er goðsögn hjá Liverpool og í dag er hann að þjálfa U18 ára lið félagsins.

Rangers vill hins vegar fá Gerrard í stjórastólinn núna í von um að hann geti hjálpað liðinu að blanda sér betur í baráttu um skoska meistaratitilinn næsta vetur.

Rangers er í 2. sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir Celtic.

Brendan Rodgers, fyrrum stjóri Gerrard hjá Liverpool, er við stjórnvölinn hjá erkifjendum Rangers í Celtic.
Athugasemdir
banner
banner