Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. apríl 2018 15:20
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
Segir fréttir af bjórbanni í Moskvu vera falsfréttir
Bjórinn mun flæða um Moskvu.
Bjórinn mun flæða um Moskvu.
Mynd: Getty Images
Erlendir fjölmiðlar hafa greint frá því að borgaryfirvöld í Moskvu í Rússlandi hafi sett bann á sölu áfengis daginn fyrir HM leiki í borginni og á leikdögum.

Sér þetta gert til að koma í veg fyrir bullulæti en Ísland mun leika fyrsta leik sinn á HM, gegn Argentínu, í Moskvu þann 16. júní.

Haukur Hauksson, eigandi ferðaskrifstofunnar Bjarmalands, segir við Fréttablaðið að þessar fréttir séu rangar og engin ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af bjórskorti í borginni.

Hann segir að FIFA hafi samið við Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að létta á áfengislöggjöf vegna mótsins. Þær breytingar hafi þegar verið samþykktar á rússneska þinginu.

„Hins vegar er bannað að selja drykki í gleri vegna slæmrar reynslu þegar Rússland varð undir í leik gegn Japan og menn fóru að kasta bjórflöskum í risatjald á Rauða torginu. Þetta beinist því aðallega gegn glerflöskunum en sala á bjór verður leyfð í verslunum og á veitingastöðum. Ekki síst á sportbörum sem eru mjög víða um borgina," segir Haukur við Fréttablaðið.

„Þetta er því eiginlega enn ein „ekki fréttin“ um Rússland. Það verður meiriháttar dagskrá í gangi og nóg að gerast í landinu. Vel verður tekið á móti fólki og menningarlífið blómstrar með tónleikum og alls konar flottheitum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner