Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. apríl 2018 09:43
Magnús Már Einarsson
Gylfi byrjaður að skokka
Icelandair
Gylfi í leik með Everton.
Gylfi í leik með Everton.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er byrjaður að skokka á nýjan leik eftir hnémeiðslin sem hann varð fyrir gegn Brighton um miðjan mars.

Eftir meiðslin var sagt að Gylfi yrði frá keppni í sex til átta vikur. Gylfi er byrjaður að skokka en ólíklegt er að hann nái að spila í þeim þremur leikjum sem Everton á eftir á tímabilinu. Síðasti leikur Everton er gegn West Ham þann 13. maí.

„Gylfi er bara að skokka í kringum völlinn núna í endurhæfingu sinni svo það er ennþá langt í hann," sagði Sam Allardyce, stjóri Everton, á fréttamannafundi í dag.

Gylfi ætti hins vegar að vera kominn á fulla ferð fyrir HM í sumar en fyrsti leikur Íslands er eftir 50 daga gegn Argentínu.

Sjá einnig:
Gylfi í viðtali um HM: Fínt að mæta Argentínu í fyrsta leik
Athugasemdir
banner
banner
banner