Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 05. maí 2018 13:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Biðst afsökunar á að hafa skorað markið sem sendi Stoke niður
Patrick van Aanholt.
Patrick van Aanholt.
Mynd: Getty Images
Það var hollenski bakvörðurinn Patrick van Aanholt sem skoraði sigurmark Crystal Palace í dag.

Van Aanholt kom Palace í 2-1 á 86. mínútu en þetta mark felldi Stoke úr ensku úrvalsdeildinni.

Tíu ára veru Stoke í deild þeirra bestu er lokið en van Aanholt birti athyglisvert tíst eftir leikinn sem var áðan.

„Vanlega fagna ég þegar ég skora mörk en núna vil ég biðja Stoke City og stuðningsmenn liðsins afsökunar," skrifaði van Aanholt á Twitter. „Ég vildi óska þess að markið mitt hefði ekki fellt ykkur, en þið komið fljótlega til baka. Frábært félag með frábæra stuðningsmenn."

Tístið má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner