Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 05. maí 2018 14:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lambert gat ekki beðið um meira - Elskar að vera í Stoke
Mynd: Getty Images
„Tilfinningarnar eru upp og niður," sagði Paul Lambert, stjóri Stoke, eftir að staðfest var að félagið yrði ekki í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð, eftir tap gegn Crystal Palace.

„Þetta er erfiður dagur. Ég finn til með öllum sem tengjast félaginu," sagði Lambert enn fremur.

„Tímabilið byrjar í júlí og ágúst. Þegar úrslitin falla ekki með þér, þá getur gengið í svefni í stöður sem þú villt ekki vera í. Við fengum aldrei nóg. Síðan ég kom hafa strákarnir gefið allt í verkefnið en það var ekki nóg. Þetta er tækifæri til að endurbyggja."

„Ég get ekki beðið um meira frá leikmönnunum, þeir hafa gefið allt sitt. Ef strákarnir hefðu verið að spila svona allt tímabilið, þá væru þeir ekki í þessari stöðu."

Verður Lambert áfram á næsta tímabili í Stoke?

„Ég elska að vera hérna, þetta er ekki ósvipað Glasgow, þar sem ég ólst upp. Þetta félag á að fara beint aftur upp."
Athugasemdir
banner