Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 11. maí 2018 09:01
Elvar Geir Magnússon
Gagnkvæmur áhugi hjá Man Utd og Kluivert
Justin Kluivert.
Justin Kluivert.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho vill reyna að fá hinn 19 ára Justin Kluivert frá Ajax í sumar. Guardian segir að Kluivert vilji fara til Manchester United.

Justin Kluvert er sonur Patrick Kluivert sem gerði garðinn frægan sem sóknarmaður Barcelona og Hollands á árum áður.

Það slitnaði upp úr viðræðum Kluivert við Ajax um nýjan samning en hann fór fram á að verða launahæsti leikmaður félagsins.

Hann bað um mikla launahækkun og klásúlu um að innkoma vegna sölu hans í framtíðinni færi til hans og umboðsmannsins Mino Raiola.

Kluivert vildi fá 1,5 milljón evra í árslaun en stefna Ajax er að borga engum leikmanni meira en 1 milljón evra.

Hann skorað 10 mörk í 30 deildarleikjum á þessu tímabili, þar á meðal þrennu í 5-1 sigri gegn Roda í nóvember og telur að hann eigi skilið að fá nýjan og betri samning.

Kluvert lék sinn fyrsta landsleik fyrir Hollands í mars, hann kom af bekknum i 3-0 sigri gegn Portúgal.

Kluivert getur spilað á báðum vængjum en hans staða númer eitt er vinstra megin.

Áhugi Mourinho á stráknum vekur enn fleiri spurningar um framtíð hins 22 ára Anthony Martial sem ekki hefur náð að eigna sér fast sæti undir stjórn Portúgalans. Mourinho gagnrýndi Martial eftir 1-0 tapið gegn Brighton & Hove Albion og hann var á bekknum í markalausu jafntefli gegn West Ham í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner