Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 17. maí 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Pickford: Gylfi er topp náungi
Jordan Pickford í leik með Everton.  Hann er á leið á HM með enska landsliðinu.
Jordan Pickford í leik með Everton. Hann er á leið á HM með enska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Jordan Pickford, markvörður Everton, ber liðsfélaga sínum Gylfa Þór Sigurðssyni vel söguna í stuttu viðtali við Fótbolta.net. Pickford og Gylfi voru báðir að ljúka sínu fyrsta tímabili hjá Everton.

„Hann er góður félagi minn. Við Gylfi keyrum saman á æfingar og vonandi förum við að spila golf saman þegar veðrið verður betra," sagði Pickford í viðtali við Fótbolta.net sem var tekið fyrir nokkrum vikum síðar.

„Hann er topp náungi. Hann er góður karakter og hann er alltaf að grínast."

Gylfi er þekktur fyrir góða spyrnutækni og af og til æfir hann aukaspyrnur eftir æfingar. Pickford er þó sjaldan í markinu þá.

„Ég fer inn í klefa til að halda sjálfstraustinu," sagði Pickford léttur. „Ungu markverðirnir sjá vanalega um þetta. Á föstudögum æfi ég þetta stundum til að vera klár í leik."
Athugasemdir
banner
banner