fim 17. maí 2018 06:00
Magnús Már Einarsson
Hádegisfundur um HM-borgir í Rússlandi
Ísland fer á HM í næsta mánuði.
Ísland fer á HM í næsta mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þriðjudaginn 22. maí mun prófessor Jón Ólafsson halda fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ milli kl: 12:00-13:00. Jón mun fjalla um borgirnar þrjár sem íslenska karlalandsliðið mun leika í á HM í riðlakeppninni í Rússlandi í sumar; Moskva, Volgograd og Rostov. Fjallað verður um sögu borganna, áhugaverða staði í nágrenninu, samgöngur og fleira.

Jón Ólafsson er prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hann kennir meðal annars námskeið í Sovétsögu og rússneskum stjórnmálum og hef fylgst vel með rússneskum málefnum og verið tíður gestur í Rússlandi síðan 1989.

Viðburðurinn er tilvalinn fyrir stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem hafa tryggt sér miða á leiki liðsins í Rússlandi.

KSÍ býður upp á súpu og brauð og eru allir velkomnir - aðgangur ókeypis.

Skráning á viðburðinn er hér
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner