Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. maí 2018 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Watford kvartar undan framferði Everton
Mynd: Getty Images
Watford hefur kvartað í stjórn ensku úrvalsdeildarinnar vegna framferðis Everton síðasta vetur.

Everton reyndi að krækja í Marco Silva, þáverandi stjóra Everton, og bauð 12 milljónir punda í hann án árangurs.

Gengi Watford fór versnandi í kjölfarið og var Silva látinn fara nokkrum vikum síðar eftir einn sigur í ellefu leikjum. Watford kennir Everton um að hafa truflað Silva með þessu tilboði.

Úrvalsdeildin hefur hvatt félögin til að funda um málið og reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Þau hafa fundað reglulega undanfarna mánuði án þess að komast að niðurstöðu og því þarf stjórn úrvalsdeildarinnar að skipa í sérstaka nefnd til að dæma í málinu.

Sky telur líklegast að Everton verði dæmt til að greiða Watford miskabætur en samkvæmt Daily Mail gætu stig verið dregin af Gylfa og félögum á næsta tímabili.

Silva er sem stendur í viðræðum við að taka við Everton eftir að Sam Allardyce var rekinn.
Athugasemdir
banner
banner