Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 16. maí 2018 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hodgson heiðraður í Croydon
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Crystal Palace, var heiðraður með sérstakri heiðursviðurkenningu í Croydon.

Croydon er borg í London þar sem Crystal Palace er staðsett og Hodgson fæddist.

Roy Hodgson ólst upp sem knattspyrnumaður hjá Crystal Palace en spilaði aldrei fyrir aðalliðið.

Hann tók við félaginu í fyrsta sinn á löngum þjálfaraferli þegar Frank De Boer var rekinn eftir fjóra tapleiki í fjórum fyrstu leikjum tímabilsins.

Liðið tapaði næstu fjórum leikjum og var stigalaust eftir átta umferðir en Hdogson tókst að snúa genginu við. Palace fékk 44 stig úr næstu 30 leikjum og endaði í 11. sæti.

Viðurkenningin heitir Freedom of the Borough og er sú æðsta sem borgarráðið getur veitt einstaklingi.

„Roy er fæddur hér og uppalinn. Hann hefur átt stórkostlegan feril í knattspyrnuheiminum og er núna stjóri og bjargvættur Crystal Palace," sagði Tony Newman, formaður borgarráðs.
Athugasemdir
banner
banner
banner