Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 17. maí 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: KSÍ 
KSÍ og félög í Pepsi gera samning við InStat
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Knattspyrnusamband Íslands og öll félög í Pepsi-deild karla og kvenna hafa gert þjónustusamning við tölfræðifyrirtækið InStat.

InStat sérhæfir sig í leikgreiningu og munu leikir í Pepsi-deildunum vera leikgreindir í sumar. Félögin munu fá skýrslur um leik sinna liða sem og verðandi andstæðinga.

„Instat forritið býður upp á fjölda möguleika sem tengjast leikgreiningu og tölfræði og gerir KSÍ miklar væntingar til þess að þjónusta Instat muni auka enn frekar fagmennskuna í íslenskri knattspyrnu," stendur á vefsíðu KSÍ.

„Þessi samvinna mun einnig hjálpa við að kynna íslenska leikmenn á erlendum vettvangi."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner