Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. maí 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pep: Get ekki eytt 300 milljónum hvert sumar
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola segir að fólk megi ekki búast við því að Manchester City eyði svipað miklum pening á leikmannamarkaðinum í sumar og það gerði síðasta sumar.

Man City keypti níu leikmenn fyrir 278 milljónir punda síðasta sumar og býst Pep við að bæta einum eða tveimur við hópinn í sumar.

„Við munum kaupa einn eða tvo leikmenn, ekki meira en það. Við getum ekki eytt of miklum pening. Kannski trúir fólk mér ekki en við getum ekki eytt 300 milljónum á hverju tímabili," sagði Pep í Monday Night Football þættinum á Sky Sports.

„Við fjárfestum gríðarlega miklum pening til þess að fjárfesta minna í framtíðinni. Í staðinn fyrir að kaupa mikið yfir þriggja ára tímabil lukum við flestum kaupunum á einu sumri.

„Þegar fólk segir að við unnum titilinn því við eyddum miklum pening, þá hefur það rétt fyrir sér. Helsta skilyrðið til að vinna er að vera með gæðamikla knattspyrnumenn í leikmannahópnum - Þeir kosta peninga."

Athugasemdir
banner
banner
banner