Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 17. maí 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Besti ungi leikmaðurinn á EM 2016 kemst ekki í 35 manna HM hóp
Renato Sanches.
Renato Sanches.
Mynd: Getty Images
Renato Sanches er ekki í 35 manna hópi Portúgal fyrir HM í sumar. Fernando Santos, þjálfari Portúgal, tilkynnti hópinn í vikunni en hann á síðan eftir að taka tólf leikmenn úr hópnum áður en HM hefst.

Hinn tvítugi Sanches sló í gegn þegar Portúgal vann EM í Frakklandi árið 2016 en hann var í kjölfarið keyptur til Bayern Munchen.

Á nýliðnu tímabili var Sanches í láni hjá Swansea en hann náði sér ekki á strik og liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni.

Portúgal er með Spáni, Marokkó og Íran í riðli á HM í sumar en áður en að því kemur spilar liðið vináttuleiki við Túnis, Belgíu og Alsír.

Markverðir: Anthony Lopes (Lyon), Beto (Goztepe), Rui PatrIcio (Sporting)

Varnarmenn: Antunes (Getafe), Bruno Alves (Rangers), Cedric Soares (Southampton), Joao Cancelo (Inter), Jose Fonte (Dalian Yifang), Luis Neto (Fenerbahce), Mario Rui (Napoles), Nelson Semedo (Barcelona), Pepe (Besiktas), Raphael Guerreiro (Dortmund), Ricardo Pereira (Porto), Rolando (Marselha), Ruben Dias (Benfica)

Miðjumenn: Adrien Silva (Leicester), Andre Gomes (Barcelona), Bruno Fernandes (Sporting), Joao Mario (West Ham), Joao Moutinho (Monaco), Manuel Fernandes (Lokomotiv Moskva), Ruben Neves (Wolves), Sergio Oliveira (Porto), William Carvalho (Sporting)

Framherjar: Andre Silva (AC Milan), Bernardo Silva (Manchester City), Cristiano Ronaldo (Real Madrid), Eder (Lokomotiv Moscow), Gelson Martins (Sporting), Goncalo Guedes (Valencia), Nani (Lazio), Paulinho (Braga), Ricardo Quaresma (Besiktas), Ronny Lopes (Monaco)
Athugasemdir
banner
banner