banner
   fim 17. maí 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Torres: Sigur í Evrópudeildinni stærri en sigur á HM
Fernando Torres fagnar eftir úrslitaleikinn í gær.
Fernando Torres fagnar eftir úrslitaleikinn í gær.
Mynd: Getty Images
Fernando Torres, framherji Atletico Madrid, var í skýjunum eftir 3-0 sigur liðsins á Marseille í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gær.

Hinn 34 ára gamli Torres kom inn á sem varamaður í gær en hann hefur ekki átt fast sæti í liði Atletico á tímabilinu.

Torres er á förum frá Atletico í sumar en hann er í skýjunum með að hafa náð að vinna titil með uppeldisfélaginu áður en hann kveður. Hann segir titilinn í gær sætari en þegar hann vann HM með spænska landsliðinu og Meistaradeildina með Chelsea.

„Hvað tilfinningar varðar þá er þetta stærsti sigurinn. Ég hef unnið marga titla á ferlinum og verið svo heppinn að spila með mörgum frábærum liðum," sgði Torres eftir leikinn í gær.

„Ég var hluti af bestu kynslóð spænskra leikmanna sem afrekaði allt sem hægt er en þegar þú átt draum eins og þennan frá unga aldri, að vinna með þínu liði....Þegar ég fór á sínum tíma bjóst ég aldrei við að ná þessu en mér var kennt að þú getur afrekað hluti ef þú ákveður að berjast vel. Ég verð þakklátur að eilífu."
Athugasemdir
banner
banner
banner