fim 17. maí 2018 18:30
Magnús Már Einarsson
Zlatan í Sindra (Staðfest)
Zlatan Gafurovic.
Zlatan Gafurovic.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Sindri hefur fengið liðsstyrk fyrir 3. deildina í sumar en Zlatan Gafurovic, miðjumaður frá Bosníu og Hersegóvínu hefur samið við félagið.

Zlatan kemur frá Bosníska 2.deildarliði Tosk Tesanj en hann var
fyrirliði þess liðs.

Sindramenn hafa verið duglegir á leikmannamarkaðinum undanfarna daga og hafa þeir einnig fengið Braga Ómarsson, ungan og efnilegan miðjumann frá FH sem og Andra Jón Arnarsson frá Létti.

Fyrr í vetur kom Benijamin Goralija frá Bosníu og Robertas Freidgeimas frá Litháen.

Robertas er öflugur bakvörður úr efstu deild Litháen en hinn 29 ára gamli Robertas á 106 leiki í efstu deild í Litháen og hefur skorað í þeim skorað 10 mörk.

Sindri tapaði gegn KH í fyrstu umferðinni í 3. deild um síðustu helgi en næsti leikur Hornfirðinga er gegn Dalvík/Reyni á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner