Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 18. maí 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Boufal ekki í HM hópnum hjá Marokkó
Boufal í leik með Southampton.
Boufal í leik með Southampton.
Mynd: Getty Images
Benatia er lykilmaður hjá Marokkó.
Benatia er lykilmaður hjá Marokkó.
Mynd: Getty Images
Marokkó hefur tilkynnt hóp sinn sem fer á HM í Rússlandi í sumar. Athygli vekur að Sofiane Boufal, leikmann Southampton, er ekki að finna í 23 manna hópnum.

Hinn 24 ára gamli Boufal var keyptur fyrir 16 milljónir punda, sem var þá metfé, til Southampton sumarið 2016, frá Lille í Frakklandi.

Hann hefur ekki spilað fyrir Southampton síðan 31. mars eftir að hafa lent í deilum við stjóra sinn, Mark Hughes.

Boufal átti eitt besta markið í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Marokkó er í B-riðli á HM með Íran, Portúgal og Spánverjum.

Hópurinn hjá Marokkó:

Markverðir: Mounir El Kajoui (Numancia), Yassine Bounou (Girona), Ahmad Reda Tagnaouti (Ittihad Tanger)

Varnarmenn: Mehdi Benatia (Juventus), Romain Saiss (Wolves), Manuel Da Costa (Basaksehir), Badr Benoun (Raja Casablanca), Nabil Dirar (Fenerbahce), Achraf Hakimi (Real Madrid), Hamza Mendyl (LOSC)

Miðjumenn: M'barek Boussoufa (Al Jazira), Karim El Ahmadi (Feyenoord), Youssef Ait Bennasser (Caen), Sofyan Amrabat (Feyenoord), Younes Belhanda (Galatasaray), Faycal Fajr (Getafe), Amine Harit (Schalke 04)

Sóknarmenn: Khalid Boutaib (Malatyaspor), Aziz Bouhaddouz (Saint Pauli), Ayoub El Kaabi (Renaissance Berkane), Nordin Amrabat (Leganes), Mehdi Carcela (Standard de Liege), Hakim Ziyech (Ajax).
Athugasemdir
banner