Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 17. maí 2018 18:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lacazette og Martial ekki með til Rússlands
Mynd: Getty Images
Thauvin fann sig ekki hjá Newcastle. Hann er samt á leið til Rússlands eftir flott tímabil með Marseille.
Thauvin fann sig ekki hjá Newcastle. Hann er samt á leið til Rússlands eftir flott tímabil með Marseille.
Mynd: Getty Images
Breiddin er gífurleg hjá franska landsliðinu. Hópurinn sem fer á HM í Rússlandi hefur verið tilkynntur. Aðeins 23 leikmenn mega farið með og það var erfitt verkefni fyrir Didier Deschamps, landsliðsþjálfara Frakka, að velja þá.

Til marks um breiddina sem Frakkar hafa, þá hafa Anthony Martial og Alexandre Lacazette báðir verið skildir eftir heima.

Martial er á mála hjá Manchester United og Lacazette er hjá Arsenal. Martial var í aukahlutverki á þessu tímabili hjá United og Lacazette var lengi að finna taktinn hjá Arsenal.

Þeir hafa báðir verið skildir eftir heima fyrir leikmenn eins og Nabil Fekir og Florian Thauvin.

Olivier Giroud, sóknarmaður Chelsea, fer með til Rússland; það eru fáir betri en hann í að koma inn af bekknum.

Frakkar, sem slógu út Ísland í 8-liða úrslitunum á EM 2016 eru í riðli með Danmörku, Ástralíu og Perú. Eitt af þessum liðum gæti mætt Íslandi í 16-liða úrslitunum ef okkar strákar komast þangað.

Hér að neðan er hópurinn hjá Frakklandi.

Markverðir: Lloris, Mandanda, Areola

Varnarmenn: Varane, Umtiti, Kimpembe, Rami, Hernandez, Mendy, Pavard, Sidibé

Miðjumenn: Matuidi, Kanté, Pogba, Tolisso, N'Zonzi

Sóknarmenn: Griezmann, Mbappé, Dembélé, Fekir, Lemar, Giroud, Thauvin






Athugasemdir
banner
banner