Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. maí 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Winks skrifar undir langan samning við Tottenham
Winks átti góða leiki á þessu tímabili.
Winks átti góða leiki á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Harry Winks hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Tottenham. Hann er núna samningsbundinn félaginu fram til sumarsins 2023.

Hinn 22 ára gamli Winks var í stóru hlutverki hjá Tottenham framan af tímabilinu en meiðsli voru að trufla hann á seinni hlutanum.

Winks spilaði 25 leiki í öllum keppnum á leiktíðinni en aðeins þrír þeirra komu eftir áramót.

Winks spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir England í október.

Varnarmaðurinn Cameron Carter-Vickers, tvítugur að aldri, hefur einnig skuldbundið sig Tottenham. Hann hefur skrifað undir samning sem gildir til ársins 2021.

Carter-Vickers var á láni hjá Sheffield United og Ipswich Town í Championship-deildinni á tímabilinu.



Athugasemdir
banner
banner
banner