Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 17. maí 2018 20:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eddi Gomes fékk sínar fyrstu mínútur - „Staðan? 10,5!"
Eddi Gomes.
Eddi Gomes.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Varnarmaðurinn sterki Edigerson Gomes fékk sínar fyrstu mínútur með FH er liðið sigraði KA á Kaplakrikavelli í Pepsi-deildinni.

Eddi kom inn á sem varamaður á 88. mínútu og hjálpaði FH að komast yfir endamarkið.

Eddi er á láni hjá FH frá kínverska félaginu Henan Jianye. Þegar hann samdi við FH vakti það furðu hjá mörgum þar sem hann var fyrir nokkrum árum einn öflugasti varnarmaðurinn í dönsku úrvaldseildinni.

Hann er á láni hjá FH til 30. júní. Hann er búinn að vera meiddur og óvíst var hvort hann myndi spila eitthvað, en hann er farinn að spila. Ef hann kemst á skrið er ljóst þarna er mikill liðsstyrkur á ferðinni.

„Staðan? 10,5!" sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, aðspurður út í stöðuna á Eddi Gomes eftir leikinn í kvöld.

„Hann spilaði síðustu 10 mínúturnar og er allur að koma til. Hann var ekki til í 90 mínútur eða 60 mínútur."

Eddi Gomes var ekki eini miðvörðurinn sem FH fékk í vetur. Rennico Clarke, miðvörður frá Jamaíka, samdi við FH í apríl. Hann var síðast á mála hjá Portland Timbers í Bandaríkjunum.

Rennico er kominn með leikheimild. „Clarke er að koma til landsins á morgun, í fyrramálið með Icelandair. Hann verður mættur á æfingu um hádegið," sagði Óli um hann.

Sjá einnig:
Pepsi-deildin: Lennon með tvö í sigri á KA - Fylkir lagði ÍBV
Óli Kristjáns: Ánægður með spilamennsku liðsins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner