fim 17. maí 2018 21:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Kári með óvæntan sigur á Gróttu
Leiknir F. hafði betur gegn Hugin
Eggert Kári var með sigurmark Kára.
Eggert Kári var með sigurmark Kára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það gengur ekki vel hjá Hugin.
Það gengur ekki vel hjá Hugin.
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Kári gerði sér lítið fyrir og lagði Gróttu að velli í 2. deild karla í kvöld. Leikurinn var í Akraneshöllinni.

Kári er nýliði í deildinni eftir að hafa komist upp úr 3. deildinni síðasta sumar. Kára er spáð um miðja deild á sínu fyrsta tímabili í 2. deild en Gróttu er spáð sigri í deildinni.

Sjá einnig:
Spáin fyrir 2. deild í heild sinni

Eina mark leiksins í Akraneshöllinni gerði Eggert Kári Karlsson, fyrrum leikmaður ÍA, á 58. mínútu.

Eftir að hafa tapað sínum fyrsta leik 5-1 gegn Fjarðabyggð á heimavelli er Kári nú með tvo sigurleiki í röð. Grótta er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leiki sína. Grótta hefur tapað gegn báðum nýliðunum, Þrótti Vogum og Kára.

Enn tapar Huginn
Huginn frá Seyðisfirði á ekki sjö dagana sæla í byrjun móts. Þeir hafa tapað öllum sínum leikjum.

Þriðji tapleikurinn í jafnmörgum leikjum kom gegn Leikni Fáskrúðsfirði í Fjarðabyggðarhöllinni í kvöld. Bæði mörk Leiknismanna komu seint í fyrri hálfleik.

„Það er það nú yfirleitt þannig að okkur gengur ekkert of vel til að byrja með en svo smá saman kemur þetta," sagði Brynjar Skúlason, þjálfari Hugins, fyrir mót. Vonandi fyrir hann rætist þetta.

Huginn er án stiga, en Leiknir hefur fjögur stig.

Kári 1 - 0 Grótta
1-0 Eggert Kári Karlsson ('58)
Rautt spjald: Andri Júlíusson, Kári ('88)

Leiknir F. 2 - 0 Huginn
1-0 Povilas Krasnovskis ('33)
2-0 Almar Daði Jónsson ('42)

Í kvöld voru tveir leikir. Á morgun eru aðrir tveir leikir.

föstudagur 18. maí
2. deild karla
19:15 Höttur-Fjarðabyggð (Fellavöllur)
19:15 Afturelding-Víðir (Varmárvöllur)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner