Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 19. maí 2005 13:26
Magnús Már Einarsson
Hin Hliðin - Páll Einarsson (Þróttur R.)
Mynd: Magnús Már Einarsson
Einu sinni í viku sýnir nýr leikmaður á sér hina hliðina hér á Fótbolti.net. Að þessu sinni er það Páll Einarsson sem sýnir á sér hina hliðina en hann er 32 ára miðjumaður og fyrirliði Þróttar R. Páll hefur leikið lengi með Þrótti en hann á 36 leiki að baki með liðinu í efstu deild og hefur skorað í þeim 4 mörk.

Árið 2003 þegar að Þróttur var í efstu deild skoraði Páll 2 mörk í 17 leikjum. Í fyrra skoraði Páll 9 mörk í 18 leikjum þegar að Þróttur endaði í 2.sæti í 1.deild en mörg mörk Páls komu úr vítaspyrnum. Páll var einnig valinn í lið ársins í 1.deild í fyrra í kosningu af þjálfurunum sem Fótbolti.net stóð fyrir.


Fullt nafn: Páll Einarsson

Gælunafn: Palli

Aldur: 32

Giftur/sambúð: Giftur

Börn: 2 stelpur, strákur á leiðinni

Hvað eldaðir þú síðast? Samlokuog spælt egg a la Palli

Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Pepperoni, skinka, sveppir

Hvernig gemsa áttu? Ericsson

Uppáhaldssjónvarpsefni? CSI

Besta bíómyndin? Gladiator

Hvaða tónlist hlustar þú á? Þolinmóður á alla tónlist

Uppáhaldsútvarpsstöð? Rás 2 og XFM

Uppáhaldsdrykkur? Kók

Uppáhaldsvefsíða? Trottur.is og fotbolti.net

Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki (ef já, hvernig þá?)? Nei

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Spila betur en hann og vinna hann, virkar alltaf

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? FC Bagdad, ekki nógu mikið öryggi

Hvert var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Arnór, Platini og Óli Þórðar

Erfiðasti andstæðingur? Ingvi Sveinsson, ekki gaman að vera á móti honum á æfingu

EKKI erfiðasti andstæðingur? Ótrulega auðvelt að klobba Henning og Kristján Valdimars frekar léttur

Besti samherjinn? Margir góðir á löngum tíma

Sætasti sigurinn? Haukar 2004

Mestu vonbrigði? Falla 1998 og 2003, frekar leiðinlegt

Uppáhalds lið í enska boltanum? Liverpool

Uppáhaldsknattspyrnumaður? Zidane

Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Eiður Smári

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Hjálmar Þórarinsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni? Henning Jónasson

Fallegasta knattspyrnukonan? Margar sætar

Grófasti leikmaður deildarinnar? Bjarnólfur nokkuð fastur fyrir

Besti íþróttafréttamaðurinn? Margir góðir

EKKI besti íþróttafréttamaðurinn? No comment

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Andri markmaður, þvílíkur gaur

Hefurðu skorað sjálfsmark? Já á æfingu

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Í leik á Laugardalsvellinum þegar Dóri Hilmis hljóp útá endalínu til að pissa í miðjum leik, ótrúlegt

Spilar þú Championship Manager tölvuleikinn? Nei

Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? 1991

Hvernig finnst þér Fótbolti.net? Góður vefur

Kíkir þú oft á Fótbolti.net? Kl. 9, 12 og 15 alla vrika daga

Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Fínt eins og það er

Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) U2

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Hita upp og teygja eftir æfingar

Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Jón Ólafsson hinn fagri

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Rúmið mitt

Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? 5 mín

Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Zidane

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Alæta á íþróttir

Hver er uppáhalds platan þín? Best of U2

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Man það ekki

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Verð að segja Umbro

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Handmennt, aldrei góður að sauma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner