Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 18. maí 2018 09:10
Magnús Már Einarsson
Eriksson: Þreyta á eftir að trufla Englendinga á HM
Sven-Göran Eriksson.
Sven-Göran Eriksson.
Mynd: Getty Images
Sven-Goran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, segir að þreyta eigi eftir að setja strik í reikninginn hjá enska landsliðinu á HM ís umar.

„Ég er viss um það. Ég giska á að landsliðsþjálfarar Englendinga sem voru á undan mér í starfi hafi líka átt við sama vandamál," sagði Eriksson.

„Ég vona að þetta sé rangt hjá mér en ég held að Gareth Southgate eigi eftir að eiga við þetta vandamál líka."

Eriksson hefur oft talað um að það eigi að taka upp vetrarfrí í ensku úrvalsdeildinni eins og gert er í öðrum stórum deildum.

„Ef þú spilar í ensku úrvalsdeildinni þá spilar þú mikið af leikjum. Það eru tvær stórar bikarkeppnir á Englandi, flestir leikmenn enska landsliðsins spila í Evrópu og deildin er erfið. Það er í lagi en stærsta vandamálið er að þar er ekkert vetrarfrí."

„Það er stærsta ástæðan fyrir því að England lendir í vandræðum með að gera góða hluti á stórmótum."

Athugasemdir
banner
banner