Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 20. maí 2018 14:57
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Kristianstad vann Íslendingaslaginn
Mynd: Kristianstad
Kristianstad 2 - 0 Rosengård
1-0 Therese Ivarsson ('35)
2-0 Ogonna Chukwudi ('55)

Sif Atladóttir og Glódís Perla Viggósdóttir mættust er Kristianstad fékk Rosengård í heimsókn í stórleik í efstu deild sænska kvennaboltans.

Sif lék allan leikinn í hjarta varnarinnar undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur og lék Glódís allan leikinn í vörn gestanna.

Sif og stöllur höfðu betur og unnu með tveimur mörkum gegn engu. Aðeins eitt stig skilur liðin að í öðru og þriðja sæti deildarinnar.

Kristianstad er taplaust í þriðja sæti með níu stig eftir fimm umferðir en þetta var fyrsta tap Rosengård, sem er núna fimm stigum eftir toppliði Piteå
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner