Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 20. maí 2018 20:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Courtois vill fá framtíð Conte á hreint sem fyrst
Mynd: Getty Images
Thibaut Courtois, markmaður Chelsea segist ekki vita hvar framtíð Antonio Conte þjálfara liðsins liggi en er fullviss um að félagið þurfi að eyða háum fjárhæðum til þess að geta keppt um titla á næsta tímabili.

Chelsea kláraði tímabilið á jákvæðum nótum eftir sigur á Manchester United í úrslitum FA bikarkeppninar í gær. Tímabilið hefur þó ekki verið gott þar sem Chelsea mistókst að tryggja sér sæti í meistaradeildinni á næsta tímabili og spurningamerki hafa verið sett við framtíð Conte hjá félaginu.

„Þetta er ekki spurning fyrir leikmenn heldur fyrir stjórnina. Við æfum vel með honum. Það þarf að vera skýr stefna frá félaginu, annaðhvort heldur hann áfram eða fer," sagði Courtois.

„Ég held að á þessu tímabili hafi verið orðrómar um alla og það er ekki auðvelt að verja titil með allri gagnrýninni sem fylgir en við erum ánægðir með að hafa unnið FA bikarinn."

„Ég les aldrei blöðin en ég fæ spurningar frá fjölmiðlamönnum eftir leiki og fyrir leiki og að lokum spyrjast hlutir út milli hópsins."

Courtois vill sjálfur bíða þangað til eftir heimsmeistarakeppnina með að taka ákvörðun um framtíð sína. Þá vill hann einnig sjá Chelsea eyða pening í sumar.

„Eins og ég hef sagt undanfarnar vikur og mánuði, við sjáum til hvað gerist eftir heimsmeistaramótið, hvort ég sé leikmaður Chelsea á næsta tímabili," sagði Courtois.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner