Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. maí 2018 23:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Sporting Lissabon tapaði úrslitaleik bikarsins
Mynd: Getty Images
Sporting Lissabon tapaði óvænt fyrir Aves í úrslitum Portúgalska bikarsins aðeins fimm dögum eftir að stuðningsmenn réðust á sína eigin leikmenn.

Fimmtíu manna hópur ruddist inn á æfingasvæði Sporting og réðst á leikmenn og stjórnarmenn liðsins síðastliðinn þriðjudag.

Félagið íhugaði að hætta við að keppa í úrslitunum en leikmennirnir ákváðu sjálfir að mæta til leiks.

Liðsmenn Sporting voru þó augljóslega ekki búnir að jafna sig á atburðunum og töpuðu óvænt fyrir Aves, sem hefur aðeins verið þrjú ár í efstu deild landsins frá 1930.

Alexandre Guedes skoraði fyrsta mark leiksins á 16. mínútu. Hann skoraði aftur fimmtán mínútum fyrir leikslok og titillinn í sjónmáli.

Fredy Montero tókst að minnka muninn en lengra komust leikmenn Sporting ekki og Aves sigrar bikarinn í fyrsta skiptið.

Athugasemdir
banner
banner