mán 21. maí 2018 10:54
Elvar Geir Magnússon
Kristófer ekki lengur þjálfari Leiknis (Staðfest)
Kristófer Sigurgeirsson.
Kristófer Sigurgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Sigurgeirsson er ekki lengur þjálfari Leiknis í Breiðholti en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Leiknismenn hafa farið illa af stað í Inkasso-deildinni og tapað öllum þremur leikjum sínum; gegn ÍA, Njarðvík og Fram.

Síðasti leikur Kristófers með Leikni var 3-0 tap gegn Fram á föstudaginn.

„Það voru fjórir leikmenn að koma inn með síðustu skipunum og við erum að reyna að púsla þessu saman. Við hefðum þurft að vera aðeins fyrr með þetta. Það er eitthvað sem ég verð að taka á mig. Við eigum að vera komnir lengra á þessum tíma," sagði Kristófer í viðtali eftir tapið gegn Fram.

Kristófer tók við þjálfun Breiðholtsliðsins fyrir tímabilið í fyrra og skilaði þá liðinu í 5. sæti í Inkasso-deildinni og í undanúrslit bikarsins.

Ekki er búið að tilkynna hver muni taka við þjálfun Leiknismanna en liðið á grannaslag gegn ÍR á fimmtudaginn.

Af heimasíðu Leiknis:
Aðalstjórn Leiknis R. og Kristófer Sigurgeirsson þjálfari meistaraflokks karla, hafa komist að samkomulagi um starfslok Kristófers

Aðalstjórn þakkar Kristófer kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Aðalstjórn Leiknis R.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner