Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 21. maí 2018 13:33
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Vilja dýfunefnd í íslenska boltann - „Frábær hugmynd"
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Pétur Guðmundsson dómari viðurkenndi mistök þegar hann dæmdi Val vítaspyrnu í 2-2 leik gegn Stjörnunni á föstudaginn. Hann féll í gildruna þegar Tobias Thomsen féll innan teigs.

Umræða um leikaraskap hefur verið mikil eftir atvikið og í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn var rætt um hvort ekki væri kominn tími á að setja upp sérstaka „dýfunefnd" sem myndi skoða atvik á sjónvarpsupptökum.

„Þetta voru risastór mistök. Ég kalla eftir því að það verði gert það sama hér á landi og var gert í fyrsta sinn á nýliðnu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Að hægt sé að dæma menn í bann fyrir dýfur eftirá. KSÍ elskar nefndir og ég vil sérstaka dýfunefnd," sagði Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net.

„Ég held að tveir hafi verið dæmdir í bann fyrir dýfur á liðnu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Þetta eru ekki mjög mörg atvik og atvik eru bara skoðuð ef vítaspyrna er dæmd eða ef mótherji fær gult eða rautt spjald. Ef það liggur ekki nokkur vafi á upptökum að um dýfu hafi verið að ræða sé hægt að dæma mann í bann. Hvað væri neikvætt við þetta?"

Grétar Sigfinnur Sigurðarson, sérfræðingur útvarpsþáttarins, er hrifinn af þessari hugmynd.

„Þetta væri geggjað. Að láta sig detta til að fá vítaspyrnu er algengt og ef hægt er að dæma menn í bann eftirá munu menn hætta þessu. Mér finnst þetta frábær hugmynd," sagði Grétar.

Tómas Þór Þórðarson skoðaði umrætt atvik frá Hlíðarenda á meðan umræðan var í gangi.

„Ég missti af þessu atviki en er að skoða þetta núna. Ég er í sjokki að Pétur Guðmundsson hafi dæmt víti á þetta. Þetta er bara skammarlegt fyrir hann, og Tobias Thomsen líka fyrir að láta sig detta," sagði Tómas.

Smelltu hér til að hlusta á Pepsi-umræðuna úr útvarpsþættinum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner