Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. maí 2018 09:00
Ingólfur Stefánsson
Klopp: Reynslan ekki það eina sem skiptir máli
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp stjóri Liverpool segir að Real Madrid sé með mun meiri reynslu fyrir úrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu næsta laugardag.

Klopp segir að lið hans geti þó bætt upp fyrir reynsluleysið með viljastyrk og vinnusemi.

Real Madrid geta unnið Meistaradeildina í þriðja skipti í röð þegar liðin mætast í Kiev á laugardaginn. Klopp viðurkennir að Real liðið sé vanari svona leikjum en segir að það muni ekki skipta lið hans máli.

„Þeir búa yfir meiri reynslu, það er staðreynd. Reynsla er mikilvæg í lífinu en hún er ekki það eina sem skiptir máli. Sérstaklega ekki í fótbolta."

„Reynslan gefur þeim vissulega ákveðið forskot en við getum jafnað það með öðrum eiginleikum."


Liverpool hefur ekki unnið titil síðan árið 2012 en liðið hefur tapað tveimur úrslitaleikjum síðan Klopp tók við liðinu. Liðið tapaði bæði í úrslitum enska deildarbikarsins og Evrópudeildarinnar árið 2016.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner