Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. maí 2018 09:15
Magnús Már Einarsson
Tarkowski eða Lascelles til Liverpool?
Powerade
Jamaal Lascelles er orðaður við Liverpool.
Jamaal Lascelles er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Tottenham vill fá Martial.
Tottenham vill fá Martial.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru klár með slúðurskammt dagsins. Hvað gerist á markaðinum í sumar?



Neymar (26) vill fara frá PSG til Real Madrid í sumar, ári eftir að franska félagið keypti hann á metfé frá Barcelona. (Goal)

Chelsea hefur sett Robert Lewandowski (29) framherja Bayern Munchen efstan á óskalista sinn fyrir sumarið. (Telegraph)

Manchester United ætlar ekki að kaupa Fred (25) frá Shakhtar Donetsk á 53 milljónir punda. (Metro)

Anthony Martial (22) leikmaður Manchester United er á óskalista Tottenham. (London Evening Standard)

Marouane Fellaini (30), miðjumaður Manchester United, er á óskalista AC Milan. Belginn hefur neitað því að gera nýjan samning við United en hann verður samningslaus í sumar. (Sun)

Barcelona ætlar að reyna að fá enska framherjann Reo Griffiths (17) frá Tottenham í sumar. (Star)

Manchester City ætlar að kaupa Riyad Mahrez (27) frá Leicester í sumar eftir að hafa misst af honum í janúar. (Manchester Evening News)

Deilur um launagreiðslur til umboðsmanna gætu þó frestað félagaskiptum Mahrez til City. (Leicester Mercury)

Tottenham er skrefi nær því að kaupa varnarmanninn Mathijs De Ligt (18) frá Ajax. (Football London)

Maurizo Sarri, þjálfari Napoli, virðist vera að taka við Chelsea. Aurelio de Laurentiis, forseti Napoli, er búinn að funda með Carlo Ancelotti um að taka við stjórnartaumunum. (Evening Standard)

Slavisa Jokanovic, stjóri Fulham, hefur óvænt verið orðaður við Chelsea. (Express)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, ætlar að fá miðvörð til félagsins í sumar. Klopp vill kauap Jamaal Lascelles (24) frá Newcastle eða James Tarkowksi (25) frá Burnley. (Independent)

Lascelles segist ekki ætla að fara frá Newcastle en hann segist aldrei hafa verið ánægðari á ferlinum. (Northern Echo)

Brighton er að fá varnarmanninn Leon Balogun (29) frá Mainz í Þýskalandi. (ESPN)

Maya Yoshida (29), varnarmaður Southampton, ætlar að vera áfram hjá félaginu þrátt fyrir áhuga frá Al Hilal í Sádi-Arabíu. (Daily Echo)

Ipswich hefur rætt við Frank Lampard um að taka við sem stjóri. (Mirror)

Jose Mourinho hefur ákveðið að taka þjálfarann Kieran McKenna úr unglingaliði United en hann er einn af þeim sem á að hjálpa til við að fylla skarð Rui Faria aðstoðarstjóra United en hann er á förum. (Daily Record)

Gianluigi Buffon (40) markvörður Juventus er á leið til PSG. (Mail)

Wolves er að reyna að fá Bouna Sarr (26) varnarmann Marseille og miðjumanninn Andre-Frank Zambo Anguissa. (Birmingham Mail)

John Terry, varnarmaður Aston Villa, ætlar að ákveða framtíð sína í sumar en hann er með tilboð frá Bandaríkjunum og Kína. (Mirror)

Leeds vill fá markvörðinn Angus Gunn (22) á láni frá Manchester City. (Yorkshire Evening Post)
Athugasemdir
banner
banner
banner