Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. maí 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Segir tímaspursmál að kona dæmi í ensku úrvalsdeildinni
Sian Massey að störfum.
Sian Massey að störfum.
Mynd: Getty Images
Enski aðstoðardómarinn Sian Massey segir einungis tímapsursmál hvenær kona verður aðaldómari í ensku úrvalsdeildinni. Hin 32 ára gamla Massey hefur sjálf starfað sem aðstoðardómari í ensku úrvalsdeildinni í áraraðir.

Massey verður aðstoðardómari í úrslitaleik Meistaradeild kvenna í Kiev á fimmtudaginn en Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í Wolfsburg mæta þar Lyon.

Massey reiknar með að kona fái tækifæri sem aðaldómari í ensku úrvalsdeildinni árum.

„Ég held að þetta sé á leiðinni. Við erum með mjög hæfileika kvenkyns dómara sem eru að koma upp. Það er bara tímaspursmál hvenær við sjáum konu í ensku úrvalsdeildinni. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það," sagði Massey.

„Það er mikilvægt að við séum ekki einungis að ýta þeim áfram af því að þetta eru konur. Allir koma í gegnum sama umhverfi, karlar og konur. Þetta snýst um gæði í dómgæslunni."

„Við erum öll að reyna að gera okkar besta. Við styðjum hvort annað þegar við gerum mistök og erum eins og lítil fjölskylda."

Athugasemdir
banner
banner
banner