Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. maí 2018 16:48
Elvar Geir Magnússon
35 félög í Úkraínu sökuð um hagræðingu úrslita
Frá Kænugarði.
Frá Kænugarði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hagræðing úrslita er stórt vandamál í úkraínska fótboltanum en 35 félög liggja undir grun um að koma að hagræðingu í stóru máli sem nú er í gangi.

Hvorki meistararnir í Shaktar Donetsk né stórlið Dynamo Kiev ligga undir grun.

Um 50 einstaklingar eru rannsakaðir en í einföldu máli snýst þetta að mestu um veðmál sem hafa verið gerð á úkraínska fótboltann í Asíu.

Ónafngreindur heimildarmaður innan úkraínska knattspyrnusambandsins segir við BBC að leikmenn, þjálfarar, forsetar félaga og dómarar séu í hópi þeirra grunuðu.

Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu þetta árið fer fram í Úkraínu en Liverpool og Real Madrid eigast við í Kænugarði á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner