mið 23. maí 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brighton semur við nígerískan varnarmann (Staðfest)
Gæti mætt Íslandi á HM
Mynd: Getty Images
Brighton, sem hélt sér uppi í ensku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili, hefur samið við varnarmanninn Leon Balogun. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem félagið fær fyrir næsta tímabil.

Balogun kemur til Brighton á frjálsri sölu eftir að samningur hans við þýska félagið Mainz rann út.

Hinn 29 ára gamli Balogun er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Brighton.

Balogun er hávaxinn varnarmaður og kemur frá Nígeríu. Hann á 14 landsleiki fyrir Nígeríu og er hluti af 30 manna úrtakshópi fyrir HM. Af þessum 30 munu 23 fara á HM.

Á HM er Nígería með Íslandi í riðli. Ísland og Nígería mætast í Volgograd þann 22. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner