Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 23. maí 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánverjar framlengja við þjálfarann fyrir HM
Lopetegui hefur þjálfað Spán frá 2016.
Lopetegui hefur þjálfað Spán frá 2016.
Mynd: Getty Images
Spænska knattspyrnusambandið hefur greinilega tröllatrú á landsliðsþjálfara sínum, Julen Lopetegui. Búið er að framlengja samning Lopetegui til 2020.

Hinn 51 árs gamli Lopetegui tók við Spánverjum fyrir tveimur árum, eftir að liðið féll úr leik í 16-liða úrslitum gegn Ítalíu á Evrópumótinu í Frakklandi. Vicente del Bosque þjálfaði liðið á undan Lopetegui.

Spænska landsliðið er taplaust síðan Lopetegui tók við, liðið hefur unnið 13 og gert fimm jafntefli í 18 leikjum.

Um þrjár vikur eru í að HM í Rússlandi hefjist. Spánverjar eru eitt af sigurstranglegustu liðunum.

Spánn er í B-riðli með Portúgal, Marokkó og Íran.
Athugasemdir
banner
banner
banner