banner
   þri 22. maí 2018 18:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Hólmbert skoraði og Álasund er á toppnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert Aron Friðjónsson var á skotskónum þegar Álasund lagði Viking að velli í norsku 1. deildinni í kvöld.

Hólmbert hefur verið að brillera síðan hann gekk í raðir Álasunds frá Stjörnunni í vetur. Hann skoraði sitt sjöunda mark í níu deildarleikjum í kvöld í góðum sigri.

Hólmbert kom Álasundi yfir undir lok fyrri hálfleiksins áður en honum var kippt af velli í hálfleiknum.

Um miðjan seinni hálfleikinn bætti Sondre Brunstad Fet við öðru marki fyrir Álasund og þar við sat.

Lokatölur 2-0 og Álasund er á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forystu á næsta lið, Viking.

Hólmbert lék fyrri hálfleikinn, Aron Elís Þrándarson lék klukkutíma og Adam Örn Arnarson lék allan leikinn. Daníel Leó Grétarsson var ekki í leikmannahópi Álasunds í dag.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner